Gleðileg jól og áramót – allsgáð

Ráð #1 … til umhugsunar:

Desember er mikill annatími vegna undirbúnings jóla- og nýárshátíðanna. Aukið álag vegna þessa og ýmis tilefni, s.s. samkomur og veisluhöld, auka áfengisneyslu margra og eru jafnvel flóttaleið frá álagi og kvíða. Ekki síst á það við um þá sem eru veikir fyrir áfengisneyslu og eiga erfitt með að hafa stjórn á henni.

Öruggasta leiðin til að búa börnum gleðileg jól og hátíðir er að þau finni til öryggis. Óhófleg áfengisneysla foreldra kann að valda þeim kvíða og angist og spilla hátíðargleðinni. Áfengi er ekki sjálfsagður hluti hátíðarstemmingar heldur val hvers og eins.

Verum allsgáð um jólin og hátíðarnar og tryggjum að börnin eigi einungis góðar minningar.