Börn líta áfengisneyslu öðrum augum en fullorðnir.
Verum allsgáð um hátíðirnar.

Ráð #3 … til umhugsunar:

Börn líta áfengisneyslu öðrum augum en fullorðnir. Áfengisneysla foreldra og annarra nákominna getur valdið þeim kvíða og öryggisleysi og komið í veg fyrir að þau njóti tilhlökkunarinnar og eftirvæntingarinnar sem eru svo stór hluti hátíðanna. Hátíðarhöld í tilefni jóla og áramóta eru börnum sem búa við mikla áfengisneyslu foreldra oft sérstaklega erfið og sársaukafull. Því miður kvíðir hópur íslenskra barna jólum og áramótum vegna þessa.

Hátíðarhöld í tilefni jóla og áramóta eru börnum sem búa við mikla áfengisneyslu foreldra oft sérstaklega erfið og sársaukafull. Því miður kvíðir hópur íslenskra barna jólum og áramótum vegna þessa.

Þetta þurfum við að hafa í huga og gefa gaum að líðan og tilfinningum barnanna og gæta þess að spilla ekki hátíðagleði þeirra með áfengisneyslu. Með því að draga úr neyslu áfengis eða vera allsgáð erum við betri fyrirmyndir, áhættan er minni og jólagleðin sannari.