Virðum rétt barna til vímulauss uppeldis.
Verum góðar fyrirmyndir.
Ráð #2 … til umhugsunar:
Samkvæmt Barnasáttmálanum sem við Íslendingar höfum lögfest skal það sem barni er fyrir bestu ávallt hafa forgang við ráðstafanir sem varða börn. Börn eiga rétt á vernd og umönnun og rétt á að lifa og þroskast við bestu mögulegu aðstæður. Þetta þýðir að við allar ákvarðanir sem teknar eru og varða líf barna verður að hafa sjónarmiðið um það sem barni er fyrir bestu ráðandi. Þetta gildir um ákvarðanir stjórnvalda en einnig hvert og eitt okkar sem einstaklinga.
Undir þetta fellur að börn eiga að njóta verndar gegn skaðlegum áhrifum áfengis. Þett verða foreldrar og aðrir fullorðnir að hafa í huga varðandi áfengisneyslu. Sameinumst um að virða rétt barna til lífs án neikvæðra afleiðinga áfengis- og vímuefnaneyslu.